Miðvikudagur, 4. júní 2008
Lóðum fyrir 200 millj. skilað í Úlfarsárdal
Reykjavíkurborg hefur þurft að endurgreiða um 200 milljónir króna á árinu vegna skila á lóðum sem úthlutað var í landi Úlfarsárdals við Úlfarsfell. Þetta kom fram í máli Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær.
Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, er nokkrum lóðum skilað í viku hverri. Hann hafði ekki upplýsingar um hversu mörgum lóðum hefði verið skilað í heild en þær eru flestar undir einbýlishús og seldust á 11,1 milljón króna. Lóð fyrir íbúð í raðhúsi seldist á 7,5 milljónir kr. og fyrir íbúð í fjölbýli á 4 milljónir kr.
Tvær ástæður eru fyrir því,að mörgum lóðum hefur verið skilað. Í fyrsta lagi þóttu lóðirnar í Úlfarsárdal mjög dýrar. En í öðru lagi er nú hafið samdráttarskeið í efnahagslífinu. Allt hefur hækkað mikið vegna gengislækkunar krónunnar og bankarnir hafa nær alveg lokað fyrir útlán þannig,að það er orðið mjög erfitt fyrir verktaka og einstaklinga að fá lánsfé í bönkum. Það er líkast því sem ætllunin sé að stöðva byggingariðnaðinn alveg.
Björgvin Guðmundsson
Skila lóðum fyrir 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.