Miðvikudagur, 4. júní 2008
Kjarasamningarnir reynast gagnlausir. Öll kauphækkunin rýkur út í veður og vind og mikið meira en það
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í maí 2008, sem er 304,4 stig, gildir til verðtryggingar í júlí 2008.
Laun hafa hækkað um 7,1% sl. 12 mánuði.Samkvæmt þessum tölum hefur verðlag hækkað 5,2 prósentustigum meira en laun á sl. 12 mánuðum. .En Þessar tölur segja allt sem segja þarf. Kjarasamningarnir sem gerðir voru í feb. sl. rjúka út í veður og vind og meira en það. Þeir reynast gagnslausir.Sú kauphækkun,sem launafólk samdi um var að mestu tekin af því á næstu vikum á eftir og fer öll og mikið meira en það.Það er því ljóst að fara verður nýjar leiðir í kjarabaráttunni.Ef semja á um kauphækkun verður að hafa vísitöluákvæði sem segja,að ef verðlag hækki yfir ákveðnu marki þá hækki laun. En brýnast er að losna við krónuna og taka upp alvörumynt.Við getum ekki lengur haft gjaldmiðil sem erlendir spákaupmenn versla með og fella eða hækka að vild.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.