Lífeyrir aldraðra hefur hækkað mikið minna en verðlag.Kaupmátturinn hefur rýrnað

Lífeyrir aldraðra hækkaði um  7,4% 1.apríl sl.Innifalin í þeirri hækkun er rúmlega 3% hækkun um áramót,sem átti að vera eins konar uppbót vegna verðlagshækkana undanfarins árs. Á sama tímabili  og lífeyrir   aldraðra hefur hækkað um  7,4% hefur verðlag hækkað um 12,3%.( sl. 12 mánuði) Það vantar því tæp 5 prósentustig  upp á,að  lífeyrir aldraðra hafi hækkað jafnmikið  og verðlag.Þetta þýðir ekkert annað en það,að kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur rýrnað stórlega.Þegar  þörf er á því að auka kaupmátt lífeyris er verið að rýra hann. Þegar þessi er staðan segja stjórnvöld,að þau hafi gert meira fyrir aldraðra  á stuttum tíma en gert hafi verið nokkru sinni fyrr. Hvaða rugl er þetta? Lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum verkafólks hefur lækkað frá sl. ári eins og ég hefi sýnt fram á hér. Og lífeyrir aldraðra  hefur hækkað mikið minna en verðlag miðað við sl. 12 mánuði.Þarf frekar vitnanna við?

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband