Miðvikudagur, 4. júní 2008
Fjármagnstekjuhluti lífeyrissjóðstekna beri 10% skatt
Í dag verða lífeyrisþegar að greiða 35,7% skatt af lífeyrissjóðstekjum.Þó er meirihluti þessara tekna fjármagnstekjur ( ávöxtunarhlutinn).Er talið að 67-80% af lífeyrissjóðstekjunum séu fjármagnstekjur.Af öðrum fjármagnstekjum í þjóðfélaginu er greiddur 10% fjármagnatekjuskattur.Hér er um gróflega mismunun að ræða og brot á jafnræðisreglu (65.gr) stjórnarskrárinnar og brot á eignarréttarákvæði (72.gr.) stjórnarskrárinnar.Brýnt er að þetta misréti verði leiðrétt. Er þess að vænta að alþingi leiðrétti þetta misrétti næsta haust.
Björgvin Guðmundsson
))
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.