Rætt um fæðuöryggi í heiminum á ráðstefnu FAO í Róm

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði í dag áherslu á sjálfbæri í matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu og nýtingu sjávarauðlinda í ávarpi sem hún flutti á leiðtogafundi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um fæðuöryggi í heiminum og áskoranir af völdum loftslagsbreytinga og lífefnaorku, sem fram fer í Róm 3.-5. júní. Auk þess að sitja fundinn mun utanríkisráðherra hitta Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, og yfirmenn alþjóðastofnana í Róm, samkvæmt tilkynningu.
       
Á leiðtogafundinum er fjallað um leiðir til að tryggja hnattrænt fæðuöryggi í ljósi hækkandi matvælaverðs, hækkandi orkuverðs, minnkandi fæðuframleiðslu og áhrifa loftslagsbreytinga og aukinnar framleiðslu á lífefnaeldsneyti á fæðuframleiðsluna. FAO telur brýna þörf á að fjalla um þessar nýju aðstæður og móta nýja stefnu, með það fyrir augum að tryggja góða stjórnun náttúruauðlinda og umhverfismála og tryggja nægjanlega framleiðslu landbúnaðarvöru í heiminum í ljósi fólksfjölgunar.

Í ræðu sinni ræddi utanríkisráðherra neikvæð áhrif hækkunar matmælaverðs, ekki síst á frið og öryggi. Lagði hún áherslu á nauðsyn þess að tryggja aðkomu kvenna að umræðu og ákvarðanatöku um sjálfbæra þróun, um mikilvægi frjálsrar verslunar til að tryggja fæðuöryggi og ábyrgð fyrirtækja. Þá ræddi ráðherra reynslu Íslendinga af landgræðslu og nýtingu orku og sjávarauðlinda.  

Verðhækkanir á matvælum og minnkandi framboð á matvörum er mikið áhyggjuefni.Hafa leiðtogar heims miklar áhyggjur af þessum málum og telja fæðuöryggi í hættu. Er ljóst að gera verður ráðstafanir til þess að tryggja fæðuöryggi.

 

Björgvin Guðmundsson



 

Fara til baka 


mbl.is Áhersla á sjálfbærni í matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband