Fimmtudagur, 5. júní 2008
Rétt að fella björninn
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, segir að hann telji að það hafi verið rétt ákvörðun sem lögregla tók í gær um að fella ísbjörn í hlíðum fyrir ofan Þverárfjallsveginn. Ekki hafi verið annar möguleiki í stöðunni og skylda lögreglunnar að koma í veg fyrir tjón á fólki. Eins og staðan var hefði verið óábyrgt að gera nokkuð annað.
Halldór segir að ef ákvörðun er tekin um að svæfa jafn stórt dýr og í þessu tilviki þá þurfi að tryggja að rétt deyfilyf sé til staðar og búnaður til þess að nota við svæfinguna. Það er ekkert hlaupið að þessu nema menn séu viðbúnir. Þetta er mjög flókin aðgerð og svefnlyfið sem er notað er mjög sterkt og þarfnast mikillar aðgæslu og ekki nema fyrir vana dýralækna að nota það. Það er ekki nóg að svæfa dýrið heldur þarf að tryggja það að það haldist rólegt ef koma á því á heimaslóðir á mannúðlegan hátt," segir Halldór.
Segir Halldór að yfirdýralæknisembættið sé tilbúið að fara í þá vinnu sem til þarf ef útbúa á aðgerðaráætlun þegar atvik sem þessi koma upp óski Umhverfisstofnun eftir því.
Ég er sammmála yfirdýralækni.Ég tel,að rétt hafi verið að fella dýrið eins og ástatt var. Það var of áhættusamt að láta dýrið ráfa um og lenda jafnvel í mannabyggðum. Ekki var til staðar rétt deifilyf til þess að svæfa dýrið.Hins vegar mætti undirbúa það af hafa allt tilbúið til þess að deyfa slíkt dýr ef það kemur aftur og hafa tilbúna áætllun um flutning þess til Grænlands ef yfirvöld hér telja rétt að vernda dýrið og vilja leggja í kostnað við að koma því á heimaslóðir.
Björgvin Guðmundsson
Yfirdýralæknir: Rétt ákvörðun hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.