Ríkisstjórnin hefur brugðist eldri borgurum.Það hefur verið stigið til baka!

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur brugðist eldri borgurum í kjaramálum þeirra. Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir síðustu kosningar að bæta kjör aldraðra verulega.Samfylkingin gagnrýndi,að kjör eldri borgara hefðu dregist aftur úr í samanburði við launþega á almennum vinnumarkaði.Samfylkingin sagði: "Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launavísitölu.Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar.Samfylkingin ætlar að leiðrétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta verður gert í áföngum"




Þetta hefur ekki verið efnt á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Það hefur ekki einu sinni verið stigið lítið skref fram á við í þessu efni enn. Það hefur verið stigið til baka, þar eð eldri borgarar fengu ekki sömu hækkun og launþegar á almennum vinnumarkaði við gerð nýrra kjarasamninga í febrúar sl. : Þar vantaði 9100 kr. á mánuði upp á. Laun verkafólks voru hækkuð í 145 þús. á mánuði ( lágmarkstekjutrygging í dagvinnu) eða um 16% en lífeyrir lífeyrisþega var aðeins hækkaður um 7,4% eða í 135.928 kr. Það hefur því orðið gliðnun á ný milli lífeyris og lágmarkslauna. Á sl. ári var lífeyrir almannatrygginga (TR) rúm 100% af lágmarkslaunum en nú er lífeyrir aðeins 93,74% af lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu).Þetta er slæm útkoma eftir eins árs stjórnarsetu núverandi ríkisstjórnar.







.



Það er vissulega mikilvægt að draga ur tekjutenginum bótaþega og það þarf að ganga lengra á þeirri braut. T.d. er enn alveg eftir að setja frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur. Það er enn mikilvægara en að setja frítekjumark fyrir atvinnutekjur. Það eru mun fleiri,sem hafa lífeyrissjóðstekjur en þeir sem hafa atvinnutekjur. Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna mundi því koma mun fleiri lífeyrisþegum að gagni.Ég tel ,að það hafi í lífeyrismálum aldraðra verið byrjað á öfugum enda. Það átti að byrja á því að hækka lífeyri almannatrygginga almennt og að sjálfsögðu mest hjá þeim sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum.Og samhliða átti að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna.En hvers vegna var ekki byrjað á því að hækka lífeyri. Það er vegna þess að það er mun ódýrara fyrir ríkið að draga úr tekjutengingum. Ljóst er,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið ferðinni í þessu efni. Og aðferðafræðin er öll frá Sjálfstæðisflokknum eða fjármálaráðherra enda þótt málaflokkurinn heyri undir Samfylkinguna. Þess vegna er lífeyrir adraðra ekkert hækkaður almennt og bótaþegar hlunnfarnir í kjölfar kjarsamninga. Þetta er allt komið frá Sjálfstæðisflokknum en Jóhanna lætur þetta yfir sig ganga.Kjósendur Samfylkingarinnar munu ekki sætta sig við það að Sjálfstæðisflokkurin valti þannig yfir Samfylkingunsa í málaflokki,sem heyrir undir Samfylkinguna. Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður ekki leiðréttur myndarlega fljótlega hefur Samfylkingin ekkert í þessari ríkisstjórn að gera.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband