Laugardagur, 7. júní 2008
Hanna Birna tekur við af Vilhjálmi
Hanna Birna Kristjánsdóttir verður borgarstjóri í Reykjavík á næsta ári, þegar Sjálfstæðisflokkurinn skipar í embættið að nýju. Þetta hefur verið ákveðið í borgarstjórnarflokki sjálfstæðsmanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður að öllum líkindum forseti borgarstjórnar. Það var hans tillaga að Hanna Birna tæki við borgarstjóraembættinu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna var borgarstjóri framan af kjörtímabilinu, á meðan sjálfstæðismenn og framsóknarmenn störfuðu saman í meirihluta í borgarstjórn. Ólafur F. Magnússon tók við embættinu þegar sjálfstæðsmenn og F-listi mynduðu meirihluta í upphafi árs en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sest aftur í borgarstjórastólinn á næsta ári.
Hanna Birna er nú forseti borgarstjórnar og Vilhjálmur Þ. formaður borgarráðs, þau skipti senn á þeim embættum og Hanna Birna sest svo í stól borgarstjóra á næsta ári, sem fyrr segir, þegar Ólafur F. Magnússon lætur af því embætti.
Þetta eru talsverðar fréttir enda þótt þær komi ekki alveg á óvart,þar eð Hanna Birna var í öðru sæti á D-listanum í síðustu kosningum og það hefur legið í loftinu ,að Vilhjálmur mundi ekki taka sæti borgarstjóra. Lágt gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu hefur þrýst á Vilhjálm að rýma fyrir Hönnu Birnu. Trúlega muni þessi breyting eitthvað hressa upp á D-listann en ekki er að búast við mikilli uppaveiflu.
Björgvin Guðmundsson
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.