Við hvað á að miða lífeyri aldraðra?

Nú situr að störfum endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar.Þeirri nefnd var einnig falið að semja svokallað lágmarksframfærsluviðmið fyrir lífeyrir aldraðra og öryrkja.Nefndin á að skila áliti um það atriði um næstu mánaðamót,1.júlí.

Samtök aldraðra,Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík, hafa ályktað um viðmið fyrir lífeyri eldri borgara og þeirra áliti hefur verið komið á framfæri við endurskoðunarnefndina.Samtök aldraðra telja,að miða eigi lífeyrinn við neysluútgjöld eins og þau koma fram í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Hagstofan kannar reglulega meðaltals neysluútgjöld landsmanna. Síðasta könnun var birt í desember sl. Samkvæmt henni eru meðaltals neysluútgjöl einhleypinga 226 þús. á manuði fyrir utan skarra. Með sköttum er þetta rúmlega 300 þús. kr. á mánuði.Framfærslukostnaður og neyslutgjöld eldri borgara er ekki  ððruvísi en hjá  öðrum í þjóðfélaginu.Ef eitthvað er þá er framfærslukostnaður eldri borgara hærri en annarra. T.d. þurfa eldri borgarar að eyða mun meiri fjármunum en aðrir í læknishjálp og lyfjakostnað.

Væntanlega mun endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar ekki reyna að búa til eitthvað fátækraviðmið til  þess að unnt verði að þrýsta lífeyrinum niður.Til er hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna eitthvað viðmið yfir útgjöld,sem ætluð eru til þess að skrimta frá degi til dags.Við þurfum ekki slíkt  viðmið. Við þurfum viðmið sem byggist á raunverulegum útgjöldum og eðlilegri framfærslu þannig að unnt verði að ákveða sanngjarnan og eðlilegan lífeyri,sem geri eldri borgurum kleift að lifa með reisn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband