Hillary hefur dregið sig í hlé

Barack Obama, forsetaefni Demókrataflokksins vestra, segist djúpt snortinn yfir stuðningsyfirlýsingu Hillary Clinton. Hann hrósaði henni í hástert í gærkvöld, sagði að hún hefði brotið nýtt land til ræktunar í stjórnmálum Bandaríkjanna. Obama sagði það brautruðningi Clinton að þakka að dætur hans ættu kost á að feta sig til æðstu embætta, kysu þær að helga sig stjórnmálum og almannaþjónustu. Clinton hefði talið kjark í milljónir alþýðumanna í Bandaríkjunum með fordæmi sínu, krafti og hugrekki. Þá væri hann þakklátur henni fyrir að gefa kost á sér í baráttuna fyrir tímabærum breytingum í Bandaríkjunum

Hillary Clinton tilkynnti í gær,að hún hefði dregið sig í hlé i baráttunni fyrir útnefningu forsetaframbjóðanda hjá demokrötum.Jafnframt óskaði hún Obama til hamingju með sigurinn í þessu kapphlaupi.Hillary hlaut   18 millj. atkvæða í forkosningunum en Obama 17 millj. atkvæða.Miklar vangaveltur eru vestra um það hvað fór úrskeiðis hjá Hillary. Sumir telja,að Bill Clinton hafi spillt fyrir.M.a. er nefnt,að Hillary hafi lagt of mikla áherslu á nauðsyn reynslu en of litla áherslu a breytingar.Úr þessu fæst aldrei skorið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband