Háskólasjúkrahúsi ekki frestað

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir ekki inni í myndinni að fresta byggingu nýja háskólasjúkrahússins, líkt og haft var eftir Gunnari Svavarssyni, formanni fjárlaganefndar í Morgunblaðinu í morgun.

„Þetta eru bara hugleiðingar Gunnars,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að það sé ekki vaninn að ræða hugmyndir manna um fjárlög fyrr en þau liggja endanlega fyrir. „Að mínu mati kemur ekki til greina að leggja málin upp með þeim hætti sem hann gerir. Það liggur alveg fyrir að það þarf að mæta hinum breyttu aðstæðum í efnahagslífinu, en í mínum huga er ekkert sem kallar á það að breyta í grundvallaratriðum áætlunum varðandi háskólaspítalann.“

Fjármálaráðuneytið spáir 19,6 milljarða kr. halla á ríkissjóði 2009 og 15 2010. Haft var eftir formanni fjárlaganefndar í  Morgunlaðinu í morgun að verið væri að skoða hvar tækifæri væru í ríkisrekstrinum til hagræðingar.

Vert er að geta þess að Kristján Þór Júlíusson, flokksbróðir heilbrigðisráðherra og varaformaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Fréttastofu Útvarpsins í dag að skera yrði niður útgjöld og eðlilegt væri að líta í því sambandi til verkefna eins og háskólasjúkrahússins og Sundabrautar. Þau væru ekki heilagri en önnur verkefni.

´Ég mundi ekki gráta það þó háskólasjúkrahúsi yrði frestað. Raunar hefi ég miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að byggja stórt nýtt háskólasjukrahús eins og hugmyndir eru uppi um.Ég tel skynsamlegra að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða og langlegusjuklinga til þess að létta af núverandi háskólasjúkrahúsi en alltaf liggja svo og svo margir slíkir sjúklingar þar sem gætu verið á hjúkrunarheimili.Ef talið er nauðsynlegt að byggja nýjan spítala   tel ég,að það ætti að byggja hann í Fossvogi,þar sem ekki eru eins mikil þrengsli og við Hringbraut.Og það ætti þá ekki að byggja eins stórt og ráðgert er nú.

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 

´


mbl.is Frestun ekki inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband