Mánudagur, 9. júní 2008
Guðlaugur Þór og Geir Haarde þrýstu á Villa
Atburðarásin var hröð undir lok síðustu viku, áður en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tilkynnti ákvörðun sína um að hætta sem oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Vilhjálmur hafði samráð við fjölskyldu og samstarfsmenn, en í lykilhlutverki voru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi og formaður Varðar. Þau hafa stutt Vilhjálm, en ráðlögðu honum að draga ákvörðunina ekki lengur. Þá var hann undir óbeinum þrýstingi frá formanni flokksins og stuðningsmönnum, sem höfðu hagsmuni flokksins í huga, en vildu líka hjálpa honum út úr þessu.
En Vilhjálmur tók af skarið. Heyra má að spilað hafi inn í að hann giftist Guðrúnu Kristjánsdóttur í gær og hafi lengi haft augastað á þessum degi.
Það kemur ekki á óvart,að flokksforusta Sjálfstæðisflokksins hafi þrýst á Vilhjálm með að taka
ákvörðun um hver ætti að verða borgarstjóri,þegar Ólafur F. hættir í mars n.k. Í raun þýðir þetta að þrýst var á Vilhjálm að víkja til hliðar þar eð búið var að gera hann að blóraböggli fyrir öllum óförum
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Vilhjálmi var einum kennt um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum enda þótt allir borgarfulltrúar flokksins bæru þar ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Formaður og samstarfsmenn þrýstu á um ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.