Mánudagur, 9. júní 2008
Svarið til Mannréttindanefndar Sþ. hvorki fugl né fiskur
Ríkisstjórnin neitar að greiða sjómönnunum tveimur,sem brotið var á, bætur.Þó stendur í mannréttindasáttmála nefndarinnar:
Sérhvert ríki sem aðili er að samningi þessum tekst á hendur:
(a) að ábyrgjast að sérhver maður sem hefur viðurkenndan rétt eða frelsi eins og hér er viðurkennt og brotið hefur verið á honum, skuli fá raunhæfar úrbætur, enda þótt skerðingin hafi verið framin af mönnum sem fara með stjórnvald´
Svar ríkisstjórnarinnar er birt í heild á vef stjórnarráðsins og hvet eg menn til þess að lesa það. Annars er svarið makalaust, Þetta er mestan part fræðileg langloka,sem íslenskir lögfræðingar hafa tekið saman og greinlega ætlað til þess að drepa málinu á dreif. Það eru langir sögulegir kaflar og yfirlit yfir dómsmál. En niðurstaðan er tiltölulega stutt: Ríkið getur ekki greitt bætur og ekki umbylt kvotakerfinu. En það á að huga að breytingum í framtíðinni. Þetta svar er til skammar. Það á sem sagt að halda mannréttindabrotum áfram,þar til einhvern tímann í framtíðinni,að isl. stjórnvöldum þóknist að breyta kerfinu og hætta að brjóta mannréttindi eða draga úr þeim. Þætti okkur þetta gott hjá öðrum þjóðum,sem brjóta mannaréttindi,að þær segðust ætla að hætta því einhvern tímann í framtíðinni. Ég held ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Solla og Geir kepptust við að segja að álitið væri ekki bindandi. Ætli enginn hafi sagt þeim að Ísland staðfesti með valfrjálsri bókun að virða úrskurði mannréttindanefndarinnar? Vita þau ekki að slíkar bókanir eru taldar bindandi og hafa réttaráhrif? vita þau ekki að Ísland er fyrst allra Norðurlanda til að hundsa úrskurð mannréttindanefndarinnar? Hvað vill þetta fólk í öryggisráðið?
Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.