Ekki kemur til greina að einkavæða Orkuveituna

Það er tímabært að ræða alvarlega á hinum pólitíska vettvangi hvernig eignarhaldi á orkufyrirtækjum verði fyrir komið í náinni framtíð.Þannig hefst forustugrein Mbl. í dag.Blaðið víkur m.a. að ummælum Guðmundar Þóroddssonar fyrrverandi forstjóra OR þess efnis,að rétt væri að einkavæða Orkuveituna.Blaðið leggst gegn því. Mbl. virðist á svipaðri línu og ríkisstjórnin,þ.e. þeirri,að  orkuauðlindir,sem nú eru í eigu opinberra aðila eigi að vera það áfram.Þannig er sú lagasetning,sem Össur Skarphéðinsson,iðnaðarráðherra knúði í gegnum alþingi.

Að mínu mati kemur ekki til greina að einkavæða Orkuveituna. Ég tel,að OR og alllar slíkar almannaveitur eigi að vera í eigu opinberra aðila. Og hið sama gildir um allar okkar orkuauðlimdir. Hins vegar kemur að mínu áliti til greina að ganga til samstarfs við einkaaðila um útrásarverkefni erlendis,þar sem mikils fjármagns er þörf.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband