Þriðjudagur, 10. júní 2008
Kjósa stuðningsmenn Hillary Mc.Cain?
Hillary Clinton lýsti yfir því á laugardag að hún styddi forsetaframboð Baracks Obama af heilum hug og hvatti fylgismenn sína til að vinna fyrir hann eins og þeir hefðu unnið fyrir hana. Forystumenn Demókrataflokksins óttast að hún hafi talað fyrir daufum eyrum margra.
Þessar áhyggjur eru ekki út í bláinn. Clinton hafði ekki fyrr játað ósigur en margir stuðningsmenn hennar, einkum konur og hvítir verkamenn, tilkynntu það á ýmsum vefsíðum að þeir hygðust kjósa John McCain, forsetaefni Repúblíkanaflokksins, í haust, fremur en Obama.
Mikið bar á fólki frá Flórída og Michigan. Clinton átti miklu fylgi að fagna í þessum ríkjum, en kjörmenn þaðan fá aðeins hálft atkvæði á landsfundi Demókrataflokksins í Denver í ágústlok.
Liðlega 18 milljónir manna kusu Clinton í prófkjöri Demókrataflokksins. Samkvæmt könnun CNN ætla 22 prósent þeirra að sitja heima í forsetakosningunum í haust, 17 prósent hins vegar að kjósa McCain.
CNN segir kosningastjóra McCains ekki hafa verið lengi að átta sig á því að fylgismenn Clintons væru ekki endilega fylgismenn Obama. Þannig hafi Michael Goldfarb, einn helsti aðstoðarmaður McCains, ekki beðið boðanna og strax lokið miklu lofsorði á Clinton.
Hún hefði verið glæsilegur valkostur í prófkjöri demókrata, og kyndilberi milljóna kvenna, en orðið fórnarlamb vinstrisinnaðra öfgamanna sem hefðu óbeit á þeirri hófsömu utanríkisstefnu sem hún hefði boðað.
Það yrði mikill skaði ef margir fylgismanna Hillary Clinton færu yfir á Mc.Cain frambjóðanda republikana í stað þess að kjósa Obama,frambjóðanda demokrata. En á þessu er nú mikil hætta,m.a. vegna þess að margir telja Obama skorta reynslu.Vonandi verður þetta ekki. Ég er eindreginn stuðningsmaður demokrata og tel nauðsynlegt að þeir fái forsetaembættið nú eftir 8 ára valdatímabil republiknana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru skelfilegar vangaveltur Björgvin.
Skelfilegar en því miður fullrar athygli verðar.
Árni Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 10:01
Já það er ansi hætt við því að kjósendur í Flórída og Michigan sætti sig illa við afgreiðsluna og kjósi McCain eða kjósi alls ekki. Þá má einnig leiða líkum að því að ekki hafi allt fylgi Clinton verið þetta hefðbundna Demokratafylgi og flytjist það því ekki yfir til Obama.
Það kæmi mér nú ekki heldur á óvart að töluverðar athugasemdir eigi eftir að koma fram við framkvæmd þessara forkosninga sem og forsetakosninganna hér um árið. Það verður þrýst á umbætur og munu umræður þessu tengdar einnig hafa áhrif á forsetakosningarnar hugsa ég.
sandkassi (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.