Miðvikudagur, 11. júní 2008
Svarið til Mannréttindanefndar Sþ.sætir mikilli gagnrýni
Allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna svar sjávarútvegsráðherra til Mannréttindanefndar Sþ.Einnig gagnrýnir Karl Th.Matthíasson,þingmaður Samfylkingarinnar,svarið.
Það er eðlilegt,að svarið sæti gagnrýni.Þetta er ekkert svar.Það segir ekki eitt nema það,að einhvern tímann í framtíðinni eigi að athuga málið.Í rauninni hundsar ríkisstjórnin Mannrétttindanefnd Sþ.á sama tíma og hún sækist eftr sæti í Öryggisráði Sþ. og vill gæta mannréttinda í heiminum!
Afstaða Samfylkingarinnar í þessu máli veldur mér miklum vonbrigðum.Kvótakerfið gengur í berhögg við stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eins og Jóhann Ársælsson sýndi fram á á ráðstefnu Samfylkingarinnar um sjávarútvegsmál fyrir skömmu. En síðan bætist það við,að Mannréttindanefnd Sþ. úrskurðar,að kvótakerfið brjóti mannréttindi Og Samfylkingin lætur þetta yfir sig ganga án þess að krefjast róttækra breytinga á kerfinu og afnáms mannréttindabrota.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona er stjórnunarstíll frjálshyggjunnar - valdhroki og mannfyrirlitning. Þessi mórall kemur að vestan, frá bandar. sækóum.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.