Fimmtudagur, 12. júní 2008
Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn
Við hvað á að miða þegar lífeyrir aldraðra er ákveðinn? Hvað er eðlilegt viðmið í því efni?Landssamband eldri borgara segir að miða eigi við neyslukönnun Hagstofu Íslands um meðaltalsútgjöld til neyslu. Það er eðlilegt viðmið. Samkvæmt síðustu könnun Hagstofunnar eru neðaltalsútgjöld einhleypinga á mánuði kr. 226 þús án skatta.( Með sköttum yfir 300 þús.)
ASÍ lagði til í skýrslu um velferðarmál haustið 2007 að lágmarksframfærsluviðmið yrði 150 þúsund krónur á mánuði þega lægstu laun voru 125 þúsund, þ.e. um 20% fyrir ofan lægstu laun. Það er of lágt. Það eru sem betur fer sárafáir á lægstu launum í dag. Enda lifir enginn af 150 þús. kr. fyrir skatta. Það fer bróðurparturinn af því í skatta og húsnæðiskostnað. Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn á efri árum. Þeir eiga að hafa það háan lífeyri,að þeir geti lifað sómasamlegu lífi og þurfi ekki að skera allt við nögl. Þjóðfelagið skuldar eldri borgurum góð kjör.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
gott að sjá þetta við þurfum að opna þessar umræður betur, einhvernveginn finnst mér að umburðarlyndi og hæsverska eftirlaunakynslóðinnar sem nú er, komiin út í öfgar.
Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.