Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn

Við hvað á að miða þegar lífeyrir aldraðra er ákveðinn? Hvað er eðlilegt viðmið í því efni?Landssamband eldri borgara segir að miða eigi við neyslukönnun Hagstofu Íslands um meðaltalsútgjöld til neyslu. Það er eðlilegt viðmið. Samkvæmt síðustu könnun  Hagstofunnar eru neðaltalsútgjöld einhleypinga á mánuði kr. 226 þús án skatta.( Með sköttum yfir 300 þús.)

 ASÍ lagði til í skýrslu um velferðarmál  haustið 2007 að lágmarksframfærsluviðmið  yrði 150 þúsund krónur  á mánuði þega lægstu laun voru 125 þúsund, þ.e. um 20% fyrir ofan lægstu laun. Það er of lágt. Það eru sem betur fer sárafáir á lægstu launum í dag. Enda lifir enginn af 150 þús. kr. fyrir skatta. Það fer bróðurparturinn af því í skatta og húsnæðiskostnað. Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn á efri árum. Þeir eiga að hafa það háan lífeyri,að þeir geti lifað sómasamlegu lífi og þurfi ekki að skera allt við nögl. Þjóðfelagið skuldar eldri borgurum góð kjör.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að sjá þetta við þurfum að opna þessar umræður betur, einhvernveginn finnst mér að umburðarlyndi og hæsverska eftirlaunakynslóðinnar sem nú er, komiin út í öfgar.

Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband