Fimmtudagur, 12. júní 2008
Verð lækkar í Nóatúni,Netto og Kasko
Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest um 2,3% í Samkaupum-Úrval á milli verðmælinga í þriðju viku maímánaðar og fyrstu vikunnar í júní. Í 10-11 hækkaði verð körfunnar um 1,6%, í Hagkaupum um tæplega 1% og í Bónus um 0,6% á sama tímabili.
Mest lækkaði verð vörukörfunnar í Nóatúni, um 3,1% og í verslunum Nettó og Kaskó um 2%. Verð breyttist innan við 0,5% í öðrum verslunarkeðjum á tímabilinu.
Frá því verðmælingar ASÍ hófust í apríl hefur vörukarfan hækkað mest í stóru
lágvöruverðskeðjunum, Bónus og Krónunni um 6-7% en hækkunin er 3-4% í flestum hinum matvöruverslunarkeðjunum.
Það er ánægjulegtað verð skuli hafa lækkað í Nóatúni,Netto og Kasko.Ljóst er að þessir aðilar tekið sig á í verðlagningu. Lágvöruverðsverslanir eins og Bónus og Krónan hafa greinilega átt erfitt með að halda hinu lága verði eftir að krónan fór að falla í frjalsu falli.Enn eru þessar verslanir þó með lægsta verðið.
Björgvin Guðmundsson
Verð lækkar í Nóatúni, Kaskó og Nettó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.