300 milljónum verður varið til orkuleitar

Brátt verður hafist handa við jarðhitaleit á tuttugu og níu stöðum á landsbyggðinni þar sem nú nýtur ekki hitaveitu, og verður varið til þess um 300 milljónum króna í heild, þar af 172 frá ríkissjóði. „Þetta er hin íslenska leið til þess að vinna sig út úr vanda vegna þorskaflabrests og hækkandi orkuverðs,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra eftir fund Orkuráðs á Kirkjubæjarklaustri um þessa styrkúthlutun. „Fjárfesting í innviðum og nýjum orkugjöfum býr í haginn fyrir framtíðina.“  

Úthlutun Orkuráðs er að mestu liður í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna þorskaflaskerðingar og koma 150 milljónir af fjárlögum í því skyni. Átakinu er einnig ætlað að stuðla að lækkun húshitunarkostnaðar, sem nýtist bæði íbúum staðanna og skattgreiðendum vegna minni niðurgreiðslna, og ennfremur verður jarðhitaleitin væntanlega til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta betur raforku.

Styrkjunum er úthlutað gegn fyrirheitum styrkþegans um mótframlag og hefur hver styrkur ákveðna hámarksupphæð. Mótvægisstyrkirnir nema flestir 75% áætlaðs heildarkostnaðar en eru hæstir 8 milljónir til hvers verkefnis. Úthlutun ráðsins var alls 172 milljónir en miðað við kostnaðaráætlanir umsækjenda verður á næstunni starfað við jarðhitaleit fyrir nær 300 milljónir króna.

Styrkþegarnir eru flestir sveitarfélög en einnig einstaklingar sem þá hyggja yfirleitt á leit fyrir þorp eða bæjarhverfi. Samkvæmt eðli máls renna flestir styrkirnir til byggða á Vestfjörðum og Austfjörðum (sjá lista yfir staðina í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu  

Þetta eru ánægjuleg tíðindi.Enda þótt orkuleit komi ekki í stað þorkskveiða  er hér samt sem áður um atvinnu að ræða og  þjóðhagslega hagkvæma starfsemi,þar eða nýta má orku úr iðrum jarðar með margvíslegum hætti. Össur Skarphéðinsson,iðnðarráðherra á þakkir skilið fyrir þetta mál allt.

 

Björgvin Guðmundsson

ee


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband