Hlutabréf í Eimskip falla um 28%

Sindri Sindrason stjórnarformaður Eimskipa segir fv. stjórnendur, þá Magnús Þorsteinsson fv. stjórnarformann og Baldur Guðnason fv forstjóra fyrirtækisins hafa brugðist. Bréf Eimskips hafa á 2 dögum lækkað um 28%.

Lækkun hlutabréfa skýrist að mestu vegna þess að fyrirtækið hafi þurft að afskrifa 9 ma. kr. Ástæðan er kaup á fyrirtækinu Innovate Holdings. Fyrst keypti Eimskip helming fyrirtækisins fyrir 2 árum og eignaðist síðan allt fyrirtækið í fyrra. Sindri segir fv. stjórnendur greinilega hafa gert mistök þegar fyrirtækið var keypt.

Stjórnendur hefðu átt að vera búnir að sjá í hvað stefndi og bæði hafi skort ítarlega forskoðun á fyrirtækinu og eftirlit með því. Bréf í Eimskipi hafa fallið um ríflega fjórðung í dag og í gær. Sindri segir það ekki koma á óvart, viðbúið sé að markaðurinn bregðist við slíkum fréttum. Stjórnendur Eimskips bregðist hins vegar við vandanum með því að auka eigið fé félagsins sem komið er niður í 16%. Sindri segir Eimskipafélagið eiga miklar eignir, rekstur þess sé góður en það sé mikið skuldsett. Þessi áföll þýði þó að breytt verður um stefnu og fyrirtækið muni sinna æ meira flutningastarfsemi.

Það er hörmulegt hvernig Eimskip hefur farið. Alvarleg mistök virðast hafa átt sér stað þegar félagið keypti breska fyrirtækið Innovate Holdings.Breska fyrirtækið reyndist ekki eins góð  fjárfesting og talið var. Íslendingar hafa á undanförnum árum fjárfest í mörgum erlendum fyrirtækjum og oftast hefur þessi fjarfesting "lukkast". En stundum hefur hún mistekist og mikið  tap orðið. Þetta  er eins og að spila í happdrætti,ef ekki er nægur undirbúningur að  fjárfestingunni.Og stundum dugar góður  undirbúningur ekki til .

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband