Krefja kastljós um 3,5 millj. kr. í miskabætur

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Björns Orra Péturssonar og Luciu Celestu Molinu Sierru gegn umsjónar- og ábyrgðarmönnum dægurmálaþáttarins Kastljóss fór fram í gær.

Björn og Lucia, sem eru sonur og tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, stefndu Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Þórhalli Gunnarssyni, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Helga Seljan vegna umfjöllunar Kastljóss um tilkomu þess að Lucia fékk íslenskan ríkisborgararétt. Björn og Lucia telja umfjöllun þáttarins hafa verið ærumeiðandi og brot á friðhelgi einkalífs þeirra og krefjast þau samtals 3,5 milljóna króna í miskabætur.

Umræddur kastljósþáttur vakti mikla athygli á sínum tíma. Kastljós dró það fram,að afgreiðsla á umsókn Luciu úm ríkisborgararétt hafi  tekið óvenju stuttan tíma og var gefið til kynna,að það hafi ráðið úrslitum,að um tengdadóttur Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra var að ræða.Frólegt verður að sjá  hver niðustaða dómamálsins verður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Krefjast miskabóta upp á 3,5 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband