Velferðarríkið Ísland skammtar eldri borgurum naumt

Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur eingöngu bætur almannatrygginga til þess að lifa af, fær í lífeyri frá TR  121.000 kr. á mánuði  eftir skatta. Algengt er,að húsnæðiskostnaður sé 100 þús. á mánuði. Húsaleiga fyrir tveggja herbergja íbúð er jafnvel talsvert hærri í dag ( 120 þús. á mánuð en frá því dragast húsaleigubætur). Þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur er  21 þús. kr. eftir fyrir öllum öðrum kostnaði,mat,fatnaði,síma,flutningskostnaði ( rekstri bíls eða kostnaði við almenningssamgöngur) lyfjum,lækniskostnaði o.fl. Hvernig á ellilífeyrisþeginn að lifa af þessu lítilræði sem velferðarríkið skammtar honum.Hann getur það ekki. Hann safnar skuldum,verður að leita á náðir  ættmenna eða fá aðstoð felagsþjónustu  sveitarfélagsins. Þetta ástand er ekki boðlegt hjá einu ríkasta landi heims.Og loks þegar ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað fyrir aldraða og öryrkja gleymdist þessi hópur,sem hér hefur verið gerður að umtalsefni.Hann fékk enga uppbóta á sinn lífeyri. Nei það þurfti að byrja á því að bæta kjör þeirra ellílífeyrisþega,sem eru á vinnumarkaðnum.Það var forgangsverkefni áður en lífeyrir þeirra,sem eingöngu hafa bætur almannatrygginga væri hækkaður.

Væntanlega verður   lífeyrir þeirra,sem eingöngu hafa bætur almannatrygginga,hækkaður 1.júlí n.k. En þá dugar ekki að  láta þá fá einhverja hungurlús, 15 -25 þús. Það þarf að hækka lífeyrinn myndarlega svo unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum. Það liggja fyrir upplýsingar hjá Hagstofunni í dag  um hvað það kostar að lifa ( neyslukönnun Hagstofunnar). Eftir þeim upplýsingum á að fara.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á blaðsíðu 10 í Morgunblaðinu í dag er Davíð Odsson að tylkinna að vandamál stjórnmálamanns sé að þeir hafi aðeins 20-30% uppl. til úrvinnslu. (rétt á þessa leið)  en í Desember 2006 er tylkinnt frá hagstofu að fólk þurfi 226.000 inn á reikning sinn. að lágmarki. (um 300.000 brúttó og hvað með það? )  Þannig að uppl. lyggja 100% fyrir til stjórnmálamanna, þannig að hvað er þá að? Þarf að prenta meira af peningum og dæla þeim inn í kerfið? Þeir skammta mér 71.000 kr. rúmar á mánuði, eftir að hafa klipið af upphæðina sem ég hef úr lifeyrissjóðum. 

Guðmundur Ingólfsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband