Föstudagur, 13. júní 2008
Kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur minnkað
Verðbólgan er nú 12,3% og fer hækkandi.En lífeyrir aldraðra hefur aðeins hækkað um 7,4% á árinu.Það vantar því tæp 5 prósentustig upp á að lífeyrir aldraðra hafi hækkað jafnmikið og verðlag.Þetta þýðir ekkert annað en það,að kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur rýrnað stórlega.Þegar þörf er á að auka kaupmátt lífeyris er verið að rýra hann.Ef stjórnvöld hefði viljað varðveita kaupmátt lífeyris hefðu þau hækkað lífeyrinn jafnmikið og lægstu laun í febrúar sl. en svo varð ekki. Lágmarkslaun hækkuðu um 16% en lífeyrir um 7,4%.Síðan keppast stjórnvöld við að segja,að þau hafi ekki þurft að hækka lífeyri meira.
Þau hafi gert vel við eldri borgara! Á sl.ári nam lífeyrir eldri borgara 100% af lágmarkslaunum verkafólks. En nú nemur lífeyrir aldraðra 93,47% af lágmarkslaunum.Okkur hefur ekki miðað áfram. Okkur hefur miðað aftur á bak!.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.