Bygging álvers við Bakka hefst 2012

Hafið er matsferli vegna álvers á Bakka við Húsavík þar sem skoðuð er bygging álvers á vegum Alcoa  með allt að 250.000 tonna ársframleiðslu.  

Áformað er að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka er tilbúin til afhendingar. Áætlað er að álverið nái fullum afköstum árið 2015. Lengd byggingartíma miðast við að samþætta framkvæmdahraða og hugsanlega áfangaskiptingu verksins við framboð á orku.

Alcoa er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum verður unnið af HRV Engineering. Kynningin stendur yfir til 5. júlí.

Ekki eru neinar líkur á að hætt verði við áform um byggingu álvers við Bakka.Það er bót í máli,að ekki verður byrjað að byggja fyrr  en  2012.Það er gott af ýmsum ásæðum,vegna efnahagsmála,orkuöflunar og útblásturs.

 

Björgvin Guðmundson 


mbl.is Matsferli vegna álvers á Bakka hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband