Laugardagur, 14. júní 2008
Samfylkingin verður að taka sig á
Samfylkingin hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á að draga úr misskiptingu og ójöfnuði. Samfylkingin hefur sagt,að kvótakerfið eigi stóran þátt í misskiptingunni í þjóðfélaginu. Og Samfylkingin hefur einnig viljað bæta velferðarkerfið og skattamálin til þess að leiðrétta misskiptinguna. Í kosninguum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á breytingar á kvótakerfinu. I síðustu kosningum lagði flokkurinn aðaláherslu á að bæta velferðarkerfið.
Með tilliti til þess sem að framan segir eru það mér mikil vonbrigði,að Samfylkingin skuli ekkert hafa gert í kvótamálinu í þessari ríkisstjórn og enn meiri vonbrigði,að Samfylkingin skuli leggja blessun sína yfir mannréttindabrot kvótakerfisins. Einnig er ég óánægður með það,að ekki skuli gert meira í málefnum aldraðra og öryrkja,sem er aðal velferðarmalið.
Samfylkingin verður að taka sig á.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
Eftirlaunaskandallinn- kvótakerfið- lífeyrir aldraða . Nú er eitt ár liðið í ríkisstjórn. Samfylkingin verður að skerpa línurnar í haust.
Sævar Helgason, 14.6.2008 kl. 17:36
Fín færsla hjá þér Björgvin, andstaðan við mannréttindabrotin er yfirgnævandi meðal samfylkingarmanna s.b.r. skoðanakönnun á vef flokksins
Var með færslu um þetta Sjá hér
Sigurður Þórðarson, 14.6.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.