Sunnudagur, 15. júní 2008
Tekst Hönnu Birnu ætlunarverkið?
Hanna Birna nýr leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík sagði í Valhöll í gær,að hún ætlaði að snúa vörn í sókn.En tekst henni það? Það var búið að reka svo mikinn áróður gegn Villa,búið að úthrópa hann sem bölvald,sem bæri ábyrgð á öllum óförum íhaldsins í Rvk.,að það er sama hver hefði verið valinn eftirmaður hans. Sá nýi hefði alltaf fengið eitthvað meira fylgi.Hanna Birna er frek og fylgin sér en hefur lítinn kjörþokka.Auk þess veit ég ekki hvort hún er eins lipur í samningum og Villi. Hún verður áreiðanlega frekari við Ólaf F. En sjáum hvað setur. Kannski nær hún einhverjum árangri. Forusta Sjálfstæðisflokksins hefur sett all á spil,ítt Villa út og komið Hönnu Birnu að.Ekki var annað að heyra á henni í Valhöll í gær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.