Sunnudagur, 15. júní 2008
Erfitt að standa við fyrirhugaðar framkvæmdr
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, óttast að mörg sveitarfélög geti ekki ráðist í fyrirhugaðar bygginga- og malbikunarframkvæmdir vegna efnahagssamdráttar og skorts á lánsfé. Hann segir að það sé því erfitt fyrir þau að verða við áskorun um að ráðast í fleiri mannaflsfrekar framkvæmdir til bjargar efnahagi þjóðarinnar.
Kallað hefur verið eftir því,að ráðist yrði í fleiri mannaflsfrekar framkvæmdir,sbr. ályktun ÁSÍ þar um til þess að sporna gegn atvinnuleysi. En nú segir formaður Sambands sveitarfélaga að erfitt verði að standa við þær framkvæmdir sem áður hafði verið ákveðið að ráðast í.Ástæðan er skortur á lánsfé og almennur samdráttur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.