Mánudagur, 16. júní 2008
Sameiginlegt framboð Íslands til Öryggisráðsins
Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar er gestgjafi að þessu sinni og er fundurinn haldinn á Göta Kanal í Svíþjóð. Auk Geirs sitja fundinn Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samstarfið á Eystrasaltssvæðinu, hlutverk Norðurlanda í alþjóðlegri friðargæslu, auk málefna sem snerta ESB eru meðal atriða sem rædd verða á fundinum, samkvæmt tilkynningu. ( mbl.is)
Hin Norðurlöndin styðja framboð Íslands til Öryggisráðsins. Það má því segja,að um sameiginlegt framboð Norðurlanda sé að ræða. Það er mjög umdeilt hér heima hvort Ísland eigi að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu. Þetta kostar mjög mikla peninga og ef til vill hefði þeim verið betur varið i aðrar þarfir. En ekki verður aftur snúið og úr því svo er fær Ísland vonandi sætið.
Björgvin Guðmundsson
Rætt um framboð Íslands til öryggisráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.