Aukinn ágreiningur milli stjórnarflokkanna?

Mbl. skrifar um það í dag,að það sé harðari tónn  meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins  í garð Samfylkingarinnar en verið hafi áður.Blaðið segir m.a.:

Búast má við að tónn þingmanna Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að harðna í garð Samfylkingarinnar á næstu misserum og afstaðan verði eindregnari í málamiðlunum stjórnarflokkanna. Vísbending um það er fundur umhverfisnefndar Alþingis á föstudag. Þar stóðu sjálfstæðismenn fyrir því að landsskipulag, sem umhverfisráðherra hefur beitt sér fyrir, var tekið út úr nefndaráliti. Enda er engin stemning fyrir því meðal stórs hóps þingmanna Sjálfstæðisflokksins að það verði að veruleika.

Er það gagnrýnt að færa eigi vald frá sveitarfélögum til umhverfisráðherra og að undir búi að nýta eigi ákvæðið til að standa í vegi fyrir tilteknum framkvæmdum, svo sem stóriðju. Þannig vilji „höfuðborgarmenn“ skipuleggja úrræði fólks á landsbyggðinni.

Þá gagnrýnir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í orku- og virkjanamálum.

Ég tel,að Mbl. geri fullmikið úr þessum   "ágreiningi".Það er jafnvel verið að spá,að ágreiningur fari harðnandi á næstunni en það liggur ekkert fyrir um það enn,að svo verði.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Harðari tónn í garð samstarfsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband