Er kjörum eldri borgara haldið niðri?

Í kjarasamningunum í feb. sl. var samið um að lágmarkslaun verkafólks yrðu 145 þús. kr. ( Hækkun um 20 þús.) En að vísu er það svo,að mjög fáir eru á lægstu launum. Flestir eru með hærri laun en 145 þús. á mánuði. En samt mátti ekki einu sinni   veita eldri borgurum þessi lágmarkslaun

 þeir fá aðeins  136 þús. á mánuði ( einhleypir).Þegar eldri  borgarar biðja um hækkun segir verkalýðshreyfingin,að laun eldri borgara megi ekki vera hærri en verkafólks. Þetta er furðuleg röksemd. Sem betur fer  eru flestir  launamenn ekki með lægri laun en 160-170 þús. á mánuði. En þó verkalýðshreyfingunni hafi ekki tekist að koma lægstu launum  í viðunandi horf er ekki þar með sagt að það eigi að verða til þess að kjörum eldri borgara sé einnig haldið niðri.Eldri borgarar eru búnir með ævistarfi sínu  að skapa það þjóðfelag sem við búum við í dag. Þeir eiga það inni að fá viðunandi kjör í dag. Þeir eiga að geta lifað  með reisn  síðustu æviárin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband