Krónan fellur og fellur

Gengi krónunnar lækkaði um 3,40% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar 164,70 stig og hefur gengi krónunnar aldrei verið lægra í lok dags, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísistalan stóð í 159,15 stigum við opnun markaðar í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 82,60 krónur, evran er 128,10 krónur og pundið 161,60 krónur. Velta á millibankamarkaði nam 46,2 milljörðum króna.Hi

Lækkun krónunnar er orðin yfir 30% frá áramótum. Það virðist ekkert lát á lækkun krónunnar.Gengislækkun er ekkert annað en lækkun lífskjara. Þannig er st0ðugt búið að vera að lækka lífskjör fólks síðan nýir kjarasamningar voru gerðir .Gífurleg hækkun stýrivaxta Seðlabankans virðist ekkert hafa að segja til þess að styrkja krónuna eða lækka verðbólguna. Gengislækkun eykur verðbólguna þar eð allar innfluttar vörur hækka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband