Byggð brú milli innfæddra og nýbúa

Það var fullt hús á Hressó  á stofnfundi Landnemans, – „Miklu fleiri en við þorðum að vona,“ sagði Oddný Sturludóttir ur undirbúningshópnum við setningu fundarins – sennilega um 70–80 manns í allt, bæði síbúar og nýbúar.  Þetta er fyrsta félagið sem stofnað er í tengslum við stjórnmálasamtök um málefni innflytjenda og mátti finna á samkomunni í gær að frumkvæðinu að Landnemanum er tekið fagnandi víða í hópum innflytjenda og áhugamanna með síbúa um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi.

Fundurinn hófst með því að Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi bauð gesti velkomna og sagði frá aðdragandanum að stofnun félagsins, sem annarsvegar á upptök sín í starfi meðal innflytjenda fyri síuðustu kosningar og tengist hinsvegar starfi að stefnuskrifum og bæklingaútgáfu á skrifstofu flokksins. Sjálfum stofnfundinum stýrði Mörður Árnason, og var félagið stofnað með samþykkt laga án mikila umræðna og kjöri sjö manna í stjórn, sem skiptir sjálf með sér verkum.

Það er mjög gott framtak hjá Samfylkingunni að beita sér fyrir stofnun þessara samtaka,Landnemans. Væntanlega tekst með þessum samtökum að stofna brú milli innfæddra og

nýbúa en full þörf er a því.

Björgvin  Guðmundsson




 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband