19.júní er kvenréttindadagur

Kvenrétttindadagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, mætti staða kvenna á Íslandi vera betri. Ef miðað er við Nérðurlöndin erum við á eftir á ýmsum sviðum. Þar má nefna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja, á þingi og í sveitarstjórnum. Vandinn er þannig nátengdur pólitískum og efnahagslegum völdum. Þau verkefni sem liggi brýnast fyrir séu því að lagfæra stöðu kvenna á þessum sviðum, auk þess að leiðrétta laun umönnunarstétta og draga úr kynbundnu ofbeldi.

Staðan er þó ekki alslæm þar sem íslenskar konur standa erlendum kynsystrum sínum framar á öðrum sviðum. Til dæmis eru konur afar öflugir þátttakendur á vinnumarkaði auk þess sem kvennasamtök, sem veita stjórnvöldum og aðilum á vinnumarkaði aðhald, eru mjög virk.

Kristín hefur trú á því að jafnréttislögin muni skila árangri en það sem þau fela í sér, umfram eldri lögin, er öflugra eftirlit og strangari kvaðir hvað varðar vinnumarkaðinn og jafnréttisáætlanir ríkis og sveitarfélaga. Þá er í fyrsta skipti nú minnst á kynbundið ofbeldi í lögunum. Kristín segir það afar stórt skref og er það eitt af hinum stóru úrlausnarverkefnum Jafnréttisstofu.

Þó ýmislegt hafi áunnist er samt enn mikill munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf. Í því efni er jafnréttislögum ekki fylgt. Og það er ekkert gert til þess að fylgjast með því.Athuganir leiða í ljós,að mjög lítið hefur áunnist í því efni að jafna launin sí'ustu ár.

Björgvin Gudmundsson

 
      
    
 
      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband