Fimmtudagur, 19. júní 2008
Ekki byggðar nægilega margar félagslegar íbúðir
Í tengslum við kjarasamninga í feb. sl. lýsti ríkisstjórnin því yfir,að byggja ætti eða kaupa 750 félagslegar íbúðir á ári 2009-2010.Íbúðalánasjóður átti að lána til þessara famkvæmda en forstjórinn þar hefur ekkert heyrt um málið frá stjórnvöldum.Íbúðalánasjóði hefur verið heimilt að lána til byggingar 400 félagslegra í íbúða á ári frá 2001 en kvótinn hefur ekki verið fullnýttur öll árin.
Mikill skortur er nú á leiguíbúðum.Er verðið á tveggja herbergja íbúð nú komið í 120-130 þús. á mánuði. Ungt fólk sem, er að byrja búskap ræður ekki við að greiða það og heldur ekki venjulegt launafólk.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.