Fimmtudagur, 19. júní 2008
Slappur stjórnarsáttmáli
Það vakti athygli þegar Geir Haarde sagði á ársafmæli stjórnarinnar að búið væri að framkvæma 80% af stjórnarsáttmálanum. Það kom á óvart. En skýringarinnar var ekki langt að leita. Stjórnarsáttmálinn er í flestum atriðum svo loðinn að hann segir lítið sem ekki neitt.Hins vegar eru stjórnarflokkarnir aðeins búnir að framkvæma mjög lítið af kosningastefnuskránni.
Lítum á stjórnarsáttmálann. Þar segir m.a. :"Stefnt skal að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar. Ríkisstjórnin mun vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Fyrirtæki skulu búa við stöðugt og örvandi skattaumhverfi. Á kjörtímabilinu verður leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki. Þá skal stefnt að því að umhverfisþættir fái aukið vægi í skattastefnunni. Kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virðisaukaskatts, verði endurskoðað. ."
Þetta eru falleg orð en þau segja lítið.Hvað segir fyrsta setningin? Það er sama hvað lítið persónuafsláttur er hækkaður þá er búið að efna þá setningu. Hins vegar sagði Samfylkingin að hún vildi hækka skattleysismörk í 150 þús. á mánuði. Það er langur vegur í það verði gert. Skattleysismörkin munu hækka í 115-120 þús. á mánuði. Það er alltof lítið.Eins er með endurskoðun almannatrygginga til þess að bæta hag lág-
tekjufólks og millitekjufólks. Það er ekkert sagt hvað mikið eigi að bæta hag þessa fólks. Enn er ekki hafin framkvæmd á þessu ákvæði þó eitt ár sé liðið.Tryggingabætur sem hlutfall af lágmarkslaunum hafa lækkað á þessu ári og nema nú aðeins 93,74% af lægstu launum miðað við 100 % sl. ár. En ætlunin mun að bæta einhverju við 1.júli. Mér segir að vísu hugur um að þá verði smátt skammtað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.