Föstudagur, 20. júní 2008
Voru það mistök að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum?
Voru það mistök hjá Samfylkingunni að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu þingkosningae? Átti Samfylkingin frekar að mynda stjórn með hinum stjórnarandstöðuflokkunum og Framsókn?Ég ætla að fjalla um þessar sprningar hér í dag. Stjórnarandstaðan og þar á meðal Samfylkingin lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að hún vildi mynda stjórn ef hún fengi meirihluta til þess. Hún náði ekki þeim meirihluta. En hún gat myndað stjórn með Framsókn.Spurningin er sú hvort það hefði verið betri kostur en að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Réttlætingin á því fyrir Samfyl kinguna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum var að ná fram einhverjum verulegum umbótamálum,sem Samfylkingin legði áherslu á, t.d. umbótum fyrir aldraða og öryrkja. En ef svo er ekki er réttlætingin engin. Svo virðust sem Samfylkingin verði að toga hvert mál út ur Sjálfstæðisflokknum með töngum,þ.e. hvert umbótamal,sem Samfylkingin leggur áherslu á.Það var illa samið úr því þetta er raunin. Samfylkingin getur ekki setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,ef sá síðarnefndi stöðvar mikilvæg umbótamál,sem Samfylkingin vill koma fram. Svo virðist sem sú hafi verið raunin í mörgum umbótamálum fyrir aldrara og öryrkja.
Ég gef þessu tíma fram að áramótum til þess að fá úr því skorið, hvort Samfylkingin á erindi í þessa ríkisstjórn eða ekki?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Athugasemdir
Já það voru mistök. Já en það er hægt að laga þetta. Samfylkingin á að sprengja þessa ríkistjórn. Svo á að boða til nýrra kosninga sem fyrst. Ég kvíði þeim ekki fyrir Samfylkinguna.
Vigfús Davíðsson, 20.6.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.