Hvað gerist 1.júlí í málefnum aldraðra?

Nú styttist í 1.júlí en þá á enduskoðunarnefnd almannatryggingalaga að skila áliti um lágmarksframfærsluviðmið  lifeyrisþega.Það verður fróðlegt að sjá hvað nefndin leggur til í því efni. Mun nefndin leggja til raunhæft viðmið sem endurspeglar naunverulegan framfærslukostnað eldri borgara eða  mun  nefndin leggja til eitthvert fátækraviðmið til þess að halda kjörum eldri borgara niðri:Ég skal engu spá í því efni en sporin hræða. Neyslukönnun Hagstofu Íslands leiddi í ljós,að neysluútgjöld einhleypinga á mánuði eru til jafnaðar 226 þús. kr. án skatta.Auðvitað á að miða við  þá könnun. Framfærslukostnaður aldraðra er ekkert  öðruvísi eða annar en framfærslukostnaður almennings yfirleitt. Ef eitthvað er þá er hann hærri,þar eð eldri borgarar þurfa að eyða mikið  hærri fjárhæðum í læknishjálp og lyf en almennt gerist.

Eldri borgarar munu ekki sætta sig við neitt fátækraviðmið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband