Laugardagur, 21. júní 2008
Ekkert hefur dregið úr misskiptingu í þjóðfélaginu
Aðalbarátturmál Samfylkingarinnar í síðstu kosningum var að draga úr misskiptingu og ójöfnuði í þjóðfélaginu.Ekkert hefur áunnist í því efni á 1.ári stjórnarinnar.Lækkun á sköttum fyrirtækja hefur forgang og gerist örar en lækkun skatta einstaklinga.Hækkun skattleysismarka gerist á 3 árum og í litlum skrefum og fer aðeins í 115-120 þús. eftir 3 ár. En lækkun skatta fyriirtækja gerist í einum áfanga strax næsta ár. Þessar ráðstafanir munu því enn auka ójöfnuð.Kvótakerfið á stærsta þáttinn í mikilli misskiptingu í þjóðfélaginu.Ríkisstjórni gerir ekkert í að leiðrétta það misrétti. Hún hundsar meira að segja álit Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið feli í sér brot á mannréttindum.Og það sama er að segja um kjör aldraðra. Á fyrsta ári hafa kjör aldraðra versnað sem hlutfall af lágmarkslaunum verkafólks.Lífeyrir aldraðra nemur nú 93,74% af lágmarkslaunum en nam á sl. ári 100 % af lágmarkslaunum. Það hefur því ekkert miðað í því efni að draga úr misskiptingu og ójöfnuði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé það á skrifum þínum,að þú ert ekki sáttur við aðgerðarleysi Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að draga úr misskiptingu og ójöfnuði í þjóðfélaginu.Á þessu fyrsta ári ríkisstjórnarinnar hefur úrræðaleysi SF í þeim málaflokkum sem hún bar fyrir brjósti verið nánast engin.Það er hart fyrir okkur gamalgróna jafnaðarmenn að þurfa að upplifa svona úrræðaleysi flokksins.Reyndar eru þetta á manna máli kölluð kosningasvik við alla þá sem eiga hlut að máli þ.e.þjóðin.
Engar aðgerðaráætlanir liggja fyrir hjá ríkisstjórninni varðandi vaxtaokrið og verðbólguna.Jú reyndar það á að reyna að hjálpa bönkunum,en hvað um þá sem hafa tekið húsnæðislán eftir að íbúðir hættu að hækka og verðbætur á höfuðstól meðallána eykst á annað hundrað þúsund á mánuði.
Hvað varð af hundruðum miljarða hagnaði bakanna á s.l.5 árum?Voru kannski aldrei neinar innistæður fyrir þessu ? Nú er ljóst að verðmæti sumra þeirra hefur rýrnað um 50% og þeir hafa engan aðgang að samkeppnishæfu fjármagni.Er nema von að forsætisráðhr.segi pass við þjóðina þegar hann er spurður um aðgerðir í efnahgsmálum þjóðarinnar.
Kristján Pétursson, 21.6.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.