57% vill ,að Íbúðalánasjóður starfi áfram í núverandi mynd

Þjóðin vill ekki leggja niður Íbúðalánasjóð og láta banka og lífeyrissjóði sjá um að lána fólki til húsnæðiskaupa. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 sem leiðir í ljós að aðeins tæp tvö prósent landsmanna vill að sjóðurinn verði lagður niður.

Könnunin fór fram dagana 12.-16. júní. Úrtakið var tæplega 1140 manns. Rúmlega helmingur svaraði. Fólk var beðið um að taka afstöðu til fjögurra fullyrðinga, og svara því hver fullyrðinganna ætti best við skoðun þeirra á Íbúðalánasjóði.

Í ljós kom að rösk 36% vildu að Íbúðalánasjóður starfaði áfram í núverandi mynd með óbreyttum hámarkslánum til kaupenda. Öllu fleiri, eða um 57% vildu að Íbúðalánasjóður starfaði áfram í núverandi mynd en hækkaði hámarkslán til kaupenda.

Mér kemur ekki óvart þessi niðurstaða.Almenningur vill halda Íbúðalánasjóði og hefur misst trúna

á bankana,þegar um íbúðalán er að ræða.Það þarf að efla og styrkja sjóðinn sem mest.

 

Björgvin Guðmundssoni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband