Mánudagur, 23. júní 2008
Það þarf að rannsaka upphafi Baugsmálsins
Fréttablaðið birtir í dag niðurstöðu skoðanakönnunar um það hvort rannsaka eigi upphaf Baugsmálsins og hvort það hafi verið af pólitískum rótum runnið.70 % svara spurningunni játandi.Það þýðir,að yfirgnæfandi meirihluti fólks telur,að Baugsmálið hafi verið sett af stað af pólitískum hvötum en ekki af réttlætiskennd.
Full ástæða er til þess að rannsaka upphaf Baugsmálsins og pólitískar rætur þess. Spurningin er aðeins sú hvernig á að rannsaka það. Ekki er öruggt,að nefnd sem alþingi kysi mundi rannsaka málið hlutlaust.Ef til vill mætti samþykkja á alþingi að fela hæstarætti að skipa rannsóknarnefnd til þess að rannsaka upphafi málsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.