Mánudagur, 23. júní 2008
Kvótakerfið felur í sér mannréttindabrot og ríkisstjórnin leggur blessun sína yfir það
Þau ríki,sem aðilar eru að Mannréttindanefnd Sþ.hafa samþykkt að ábyrgjast öllum mönnum sömu meðferð og án hvers konar mismununar svo sem vegna kynþáttar,
litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana,
þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Nefndin ítrekar, að
hugtakið mismunun ber ekki einungis að túlka sem útilokun og hömlur heldur líka forgangsrétt
byggðan á einhverjum slíkum forsendum ef markmið eða afleiðing þeirra er að ógilda eða skaða
viðurkenningu, afnot eða nýtingu allra einstaklinga á réttindum og frelsi á jafnréttisgrundvelli9
Hún bendir á að sérhver aðgreining felur ekki í sér mismunun , en að
aðgreining verði að vera réttlætanleg á sanngjörnum og hlutlægum forsendum og stefna að
markmiði sem er lögmætt undir Samningnum1-Nefndin telur,að við framkvæmd íslenska kvótakerfisins sé verið að hygla ákveðnum aðilum.Það sitji ekki allir við sama borð.Það se ekki beitt sanngirni við framkvæmd kvótakerfsinsins.En Mannréttyindanefmdin bannar hvers konar mismunun og ósanngjarna meðferð..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég nú sammála þér Björgvin, en við þetta er að bæta að Ísland staðfesti valfrjálsa bókun árið 1991, þar sem því var lýst yfir að landi myndi forkslaust virða úrskurði nefndarinnar. Þú átt sem betur fer marga mæta skoðanabræður í Samfylkingunni t.a.m. Karl V. Matthíasson og Jóhann Ársælsson. Vonandi ná þeir vopnum sínum.
Sigurður Þórðarson, 23.6.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.