Launajafnrétti komið á 2070!

 Í kjölfar kvennaársins 1975 var gerð könnun á launamun kynjanna sem leiddi í ljós að konur í þéttbýli höfðu að meðaltali 45% af launum karla. Nú rúmum 30 árum síðar hafa konur að meðaltali um 62% af launum karla þrátt fyrir að hafa bætt við sig mikilli menntun og vinna sífellt lengri vinnudag. Með sama áframhaldi verður launabilinu útrýmt upp úr 2070. Konur segja: Þolinmæði okkar er á þrotum, við ætlum ekki að bíða svo lengi.

Ég tek undir með konunum. Þetta er til háborinnar skammar.Það eru sett lög um launajafnrétti. En það er ekkert farið eftir þeim. Það er ekki nóg að tala. Það er ekki nóg að flytja fallegar ræður. Það þarf aðgerðir. Og það þarf viðurlög,ef lög eru brotin.

 

Björgvin Guðmundssin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband