Mikil kaupmáttarskerðing sl.12 mánuði

Vísitala neysluverðs var 304,4 stig  í mai sl.Það þýðir 12,3% hækkun á sl. 12 mánuðum. Launavísitalan var í mai 342 stig.Það þýðir hækkun um 7,9% sl. 12 mánuði.Kaupmáttur hefur því rýrnað stórlega sl. 12 mánuði og hann er enn að rýrna,þar eð krónan er í frjálsu falli og féll um 3% í gær og hefur fallið um 39% síðan um áramót.Kauphækkunin,sem samið var um í feb. sl. hverfur öll í gengislækkunina.Það er alger " brandari" að semja um miklar kauphækkanir með mikilli fjölmiðlaathygli ,þegar sú kauphækkun endist varla á meðan blekið á undirskriftunum er að þorna.Það eru alls ekki nægilegir varnaglar í samningunum. Það á ekki að endurskoða samningana fyrr en í byrjun næsta árs. Það verða að vera vísitökuákvæði í samningunum,sem segja,að ef verðlag hækkar umfram ákveðin mörk þá hækki laun. Einnig ættu að vera ákvæði í samningunum um að ef gengi  krónunnar lækkar  t.d. meira en 10% þá séu samningarnir lausir.Samningarnir eru gagnlausir eins og þeir eru nú.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband