Bankarnir græða 80 milljarða á gengislækkuninni

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, hafa haft rúmlega 80 milljarða í tekjur á öðrum ársfjórðungi þessa árs vegna veikingar krónunnar, sé mið tekið af gjaldeyrisstöðu bankanna eins og hún var í lok fyrsta ársfjórðungs.

Tekjur Kaupþings eru mestar; milli 40 og 45 milljarðar. Tekjur Landsbankans eru tæplega 20 milljarðar og Glitnis litlu minni, í kringum nítján milljarðar.

Edda Rós Karlsdóttir, hjá greiningardeild Landsbankans, segist ekki telja bankanna vera vísvitandi að fella gengi krónunnar. „Ég hef ekki trú á því einhver bankanna standi að þessu,“ segir Edda. „Ég lít svo á að krónan sé of veik. Þessi staða gengur ekki til lengdar, það gefur auga leið. Fólk má ekki gleyma því þegar það talar um veikingu krónunnar að hún kemur illa við viðskiptavini banka og einnig bankana sjálfa til lengri tíma,“ segir Edda.

Krónan styrktist um 0,18 prósent í gær en hefur veikst um rétt um tíu prósent frá því í lok mars.

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir marga tapa á veikingu krónu.(mbl.is)

  Það er  full ástæða til þess að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið rannsaki hvort bankarnir séu vísvitandi að stuðla að veikingu krónunnar með gjaldeyrisbraski í þeim tilgangi að hagnast á því. Þetta gerðist einnig á fyrra uppgjörstímabili bankanna,að þeir högnuðust mikið á veikingu krónunnar.Vissulega vekur þetta tortryggni.

 

Björgvin Guðmundsson

.

Fara til baka 


mbl.is Bankarnir fá 80 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband