Miðvikudagur, 25. júní 2008
Nýtt hjúkrunarheimili reist í Kópavogi
Bygging 44 rýma hjúkrunarheimilis sem reist verður við Boðaþing í Kópavogi hefur verið boðin út. Tilboð verða opnuð 22. júlí næstkomandi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2009.
Heimilið verður tæpir þrjú þúsund fermetrar að stærð í tveimur tveggja hæða álmum sem verða tengdar þjónustumiðstöð sem þegar er í byggingu á vegum Kópavogsbæjar. Í hvorri álmu verða 22 hjúkrunarrými ásamt tilheyrandi stoðrýmum og starfsmannarýmum. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er tæpar 940 milljónir króna. Hlutur ríkisins af kostnaði er 85%, þar af 40% sem greiðast úr Framkvæmdasjóði aldraðra en Kópavogsbær greiðir 15%.
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur auglýst eftir tilboðum í framkvæmdirnar fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Kópavogsbæjar og var verkið boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn eru til sýnis og sölu hjá Ríkiskaupum í Borgartúni 7c í Reykjavík og vettvangsskoðun verður haldin 24. júní klukkan 1314. Tilboð verða opnuð 22. júlí næstkomandi.(mbl.is)
Í gær skýrði ég frá byggingu hjúkrunarheimlis við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Og nú greini ég frá byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi. Ríkið greiðir 85% af báðum þessum heimilum.Heimilið í Kópavogi verður tilbúið fyrr eða 2009 en heimilið í Rvk. verður ekki tilbúið fyrr en 2010.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.