Miðvikudagur, 25. júní 2008
Það fækkar við Kárahnjúka
Haldi einhver að framkvæmdum sé að mestu lokið við Kárahnjúkavirkjun þá er það hinn mesti misskilningur. Lætur nærri að um 700 manns verði þar að störfum í sumar. Það er vissulega langt frá fjöldanum þegar mest lét, hátt í 1.800 manns fyrir um tveimur árum, en engu að síður töluverður mannafli miðað við aðrar framkvæmdir á landinu þetta sumarið.
Aðalverktakinn, Impregilo, er enn með um 350 manns á sínum vegum. Borun lauk sem kunnugt er í apríl sl. og eru risaborarnir þrír farnir úr landi. Tveir eru þegar komnir í önnur verk hjá Impregilo, annar í Kína og hinn í Sviss.
Unnið er við frágang á Jökulsárgöngum, að taka niður tæki og mannvirki og fjarlægja vinnubúðir við aðgöng 1, 2 og 3, sem og aðalbúðirnar við Laugarás. Búist er við því að síðasti mannskapur Ítalanna ljúki sér af seint í haust.
Helstu virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka eru vegna Hrauna- og Jökulsárveitu austan Snæfells. Vegna gjaldþrots Arnarfells tók Landsvirkjun það verk yfir fyrr á árinu og bauð það síðan út. Ístak var ráðið til verksins og er þar nú með um 200 manns. Fljótlega verður fjölgað upp í um 250 manns. Verið er að klára að steypa inntak, sprengja jarðgöng við Kelduá og gera jarðvegsstíflur þar og við Grjótá. Reiknað er með að þessum framkvæmdum ljúki ekki fyrr en á næsta ári.
Að sögn Sigurðar St. Arnalds, talsmanns Kárahnjúkavirkjunar, er Hálslónið að fyllast á ný, eftir að hafa lækkað um eina 27 metra í vetur. Þar er búist við að lónið fyllist og ekki verði þörf á að veita vatni úr nærliggjandi veitum í ár.(mnl.is)
Enda þótt 700 manns sé talsverður mannafli er þetta þó aðeins brot af því sem mest var,1800 manns.Mikið af útlendingunum er farið til síns heima. Og eftir sumarið verða flestir farnir. Það helst einnig í hendur við lok framkvæmda eystra,að atvinnuleysi eykst nú innan lands og erlendum verkamönnum finnst ekki árennilegt að vera hér.
Björgvin Guðmundsson
Um 700 manns við Kárahnjúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.