Sunnudagur, 29. júní 2008
Fara einhver Baugsfyrirtæki úr landi?
Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, segir að Baugur muni á næstunni flytja einhver íslenskra félaga sinna til annarra landa, Bretlands, Danmerkur eða Færeyja. Hann muni segja sig úr stjórnum allra félaga Baugs, sem verða áfram hér á landi, innan fjögurra mánaða.
Þetta kemur fram í viðtali við Jón Ásgeir í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem hann gerir upp Baugsmálið, eins og það horfir við honum. Jón Ásgeir telur að lögin sem gera það að verkum, að hann verður að fara úr stjórnum félaga á Íslandi vegna hinnar skilorðsbundnu sakfellingar sem hann hlaut í Hæstarétti, séu vitlaus og þeim þurfi að breyta.
Erlendis mun ég áfram sitja í stjórnum okkar félaga og hver af okkar félögum hér á landi verða flutt út, til Bretlands, Danmerkur eða Færeyja, á bara eftir að koma í ljós á næstu vikum, segir Jón Ásgeir.
Jón Ásgeir kveðst oft hafa verið bitur og reiður á undanförnum sex árum, því hann hafi oft verið beittur ótrúlegum skepnuskap. Þessi tími hafi reynst honum og fjölskyldu hans mjög erfiður.(mbl.is)
Það yrði mikill skaði ef fyrirtæki Baugs færu úr landi.Vonandi kemur ekki til þess.Jón Ásgeir,stjórnarformaður Baugs hefur sætt ofsóknum hér á landi undanfarin 6 ár.Það var mjög óeðlilegt hvernig reynt var árum saman að grafa upp eitthvað misjafnt við rekstur fyrirtækja hans.Það hefðu mjög fá fyrirtæki þolað slíka skoðun.
Björgvin Guðmundsson
Tengdar fréttir - Dómur í Baugsmáli
Lögreglu- og ákæruvald í Baugsmáli rannsakað til fulls
Boltinn hjá öðrum stjórnarmönnum Baugs
Ákvörðun um ákæru tekin í haust
Jón Ásgeir þarf að víkja úr stjórn Baugs
Rannsókn og ákæra ekki í samræmi við tilefnið
Fara til Strassborgar með málsmeðferðina
Hæstiréttur að kalla eftir nýju dómsstigi
Veit ekki með afleiðingar
Hlutafélagalögin gilda
Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir
Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt því sem þú segir þá eru allir þeir sem sæta rannsókn skattrannsóknarstjóra, lögreglunnar o.fl. þess háttar og hljóta dómsmeðferð í kjölfar slíkra rannsókna - þeir eru "sæta ofsóknum" ? ?
Verðum við ekki að leggja þessi embætti og dómstólana niður svo enginn sæti ofsóknum hér eftir ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.6.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.