Afstaða stjórnvalda til aldraðra er óbreytt-neikvæð

Meðan ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sátu við völd hér um 12 ára skeið var tekið til þess hvað afstaða stjórnvalda var neikvæð til aldraðra og öryrkja. Það þurfti að sækja sjálfsagðar og lögbundnar kjarabætur til dómstólanna.Þegar Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar var talið að afstaðan mundi breytast. Nú yrði afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja jákvæð. En því miður. Afstaðan hefur ekki breytst. Afstaða stjórnvalda er enn neikvæð. Það er enn verið að láta einhverja mola falla til aldraðra og öryrkja og síðan hrópa stjórnvöld upp hvað þau séu góð við þessa þjóðfélagshópa.Mér finnst það jafnvel verra,að stjórnvöld skuli berja sér á brjóst og segja að þau geri vel við þessa þjóðfélagshópa þegar það er í skötulíki sem gert er og hvergi nærri það sem lofað var fyrir kosningar.Það er komið í ljós,að aldraðir og örykjar eru afgangshópar hjá þessari ríkisstjórn. Fyrst er leyst úr öðrum málum og síðan að lokum og að síðustu kemur röðin að öldruðum og öryrkjum,ef einhverjir fjármunir eru þá eftir.Þegar spurt er hvers vegna lífeyrir aldraðra hafi ekki verið hækkaður strax eftir kosningar er sagt: Þetta er nú bara fyrsta,ár kjörtímabilsins.Það er nú aldrei venja að gera mikið fyrsta árið!

Hvers vegna tóku umbætur ekki gildi um sl. áramot?

Aðferðafræðin gagnvart öldruðum og öryrkjum er furðuleg.Fyrst er tilkynnt 5.desember sl.,að í ár,1.apríl, og 1.júlí og 1.jan.næsta ár eigi að gera eihverjar ráðstafanir fyrir aldraða og básúnað hvað þetta muni kosta mikið fyrir ríkissjóð. Síðan er þetta aftur tilkynnt fyrir 1.april og aftur vegna 1.júli og verður áreiðanlega aftur básúnað út fyrir næstu áramót. Hvars vegna var ekki það sem tilkynnt var 5.desember látið taka gildi strax.Það tók ekki nema 3 daga að afgreiða eftirlaunaósómann á þingi og hann tók gildi strax.Þá þurfti ekki að veltast með málin lengi.

Hækka má lífeyri aldraðra strax

Á sama hátt mætti afgreiða kjarabætur ( hækkun lífeyris)fyrir aldraða og öryrkja á nokkrum dögum.Það þarf ekki að bíða með þær.Það má afgreiða þær strax.

Björgvin Guðmundsson








.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband