Lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að vera 300 þús. kr. á mánuði

Í dag eru meðaltals neysluútgjöld   einhleypinga samkvæmt könnun Hagstofu Íslands 226 þús kr. á mánuði ( des, 2007)  Það er fyrir utan skatta.Þegar ákveðið er framfærsluviðmið fyrir aldraða ig öryrkja  mætti bæta  sköttum við neysluútgjöldin en þá verður talan  rúmar 300 þús. kr. á mánuði.Það þykja ekki há laun í dag.Eðlilegt væri,að lífeyrir aldraðra einhleypinga,sem ekki eru í lífeyrissjóði væri 300  þús. á mánuði.En ef menn vilja ekki láta lífeyrinn taka til skatta einnig mætti ákveða lífeyrinn 226 þús. á mánuði.Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefði 50 þús. kr á mánuði úr lífeyrissjóði fengi  25 þús. á mánuði meira í lífeyri en sá,sem ekki er í lífeyrissjóði.Vegna skerðinga tryggingabóta héldi hann ekki nema helmingnum af þessum 50 þús. kr. Vegna skerðinga tryggingabóta breytir ekki mjög miklu fyrir lífeyrisþega hvort hann hefur 50-100 þús.
á mánuði  úr lífeyrissjóði. Skattar og skerðingar taka mikinn hluta af þessum fjárhæðum til baka.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig stendur á því að þegar menn skrifa um þá sem minnst hafa, s.b eldri borgara, að öryrkjar virðast ávalt gleymast í þeim skrifum ? Öryrkjar hafa jafnlítið og eldri borgarar milli handana og þurfa jafnmikið á hækkun og þeir að halda. Tala nú ekki um þá sem verða öryrkjar eftir að hafa verið á vinnumarkaði árum og áratugum saman áður en þeir verða öryrkjar og hafa kanski miklar skuldir á bakinu þegar þeir geta ekki unnið meir. Hvað eiga þeir að gera ? Ég tala af eigin reynslu, þar sem ég varð öryrki eftir að hafa verið á vinnumarkaðnum, og hafði og hef  miklar skuldir á bakinu. Er á leigumarkaðnum að auki. Hvort myndir þú halda að ég væri yfir eða langt undir fátækramörkum ?Mátt giska 1 sinni.

brahim (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Gott og blessað en hvað með fólk í fullri vinnu sem nær ekki þessum tekjum?

Einar Þór Strand, 29.6.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband