Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Er verið að níðast á ljósmæðrum kjaralega?
Rætt var við formann Ljósmæðrafélags Íslands í kastljósi í kvöld. Þar kom það fram,að kaup ljósmæðra er rúm 300 þús. á mánuði en kaup dýralækna 400 þús. á mánuði. Þó er menntun ljósmæðra síst lakari en menntun dýralækna.Í stjórnarsáttmálanum er talað um að koma á launajafnrétti milli karla og kvenna.Við það hefur ekki verið staðið.Ljósmæður eru dæmigerð kvennastétt en dýralæknar eru dæmigerð karlastétt. Segir ekki launamunurinn allt sem segja þarf.Það verður að jafna þennan launamun og bæta stórlega kjör ljósmæðra.Formaður ljósmæðra sagði,að ljósmæður vilduy fá laun í samræmi við menntun. Er það ekki eðlilegt krafa?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.